fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Nú þarf Sinfónían að vanda sig

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. ágúst 2013 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikill heiður fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands að vera boðin að spila á BBC Proms – þetta er sannarlega ein helsta tónlistarhátíð í heimi.

Ég hef nokkrum sinnum farið á tónleika á Proms, flytjendurnir sem ég hef séð eru ekki af verri endanum: Berlínarfílharmónían, Bostonsinfónían, Simon Rattle, Bernard Haitink, Lang Lang.

Sinfóníuhljómsveitin þarf að vanda vel til verka þegar hún spilar í þessum gæðaflokki – tónleikarnir fara fram í Royal Albert Hall, einum glæsilegasta tónleikasal í heimi. Og áheyrendurnir er fólk sem kemur víða að og veit margt um tónlist.

Hljómsveitin hefur átt í dálítilli krísu eftir fyrstu glöðu dagana í Hörpu. Það er annað að spila í Háskólabíói en í 1700 manna sal þar sem heyrist hver nóta. Áhorfendum hefur fjölgað, áhorfendahópurinn er orðinn yngri og fjölbreyttari. Það er mjög gott. En það hefur verið ljóst nokkra hríð að hljómsveitin og aðalstjórnandi hennar, Ilan Volkov, eiga ekki samleið. Hljómsveitinni og stjórnandanum lyndir einfaldlega ekki.

Ýmsir gestastjórnendur sem koma hafa náð meiru út úr sveitinni en Volkov. Styrkur hans liggur helst í nútímatónlist, en miklu síður í rómantík eða því sem hefur verið nefnt Vínarklassík. Þegar hann stjórnar er eins og hann kæfi spilagleði hljómsveitarinnar.

Volkov er á leiðinni burt, þetta er síðasta árið hans. En það kemur á óvart hversu mörgum tónleikum hann stjórnar í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB