fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Bradley Manning og Daniel Ellsberg

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. ágúst 2013 23:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fjörutíu árum á valdaskeiði Nixons forseta fóru réttarhöld yfir Daniel Ellsberg út um þúfur.

Ellsberg kom undan hinum svokölluðu Pentagonskjölum og lak þeim í fjölmiðla. Hann var ákærður fyrir ýmsar sakir, meðal annars þjófnað, samsæri og njósnir. Hámarksrefsing var sögð 115 ár.

Pentagonskjölin fjölluðu um hernað Bandaríkjanna í Vietnam.

En Ellsberg var ekki dæmdur – ein ástæða þess var sú að dómari komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið beittur ólöglegum hlerunum.

Fjörutíu árum síðar myndum við kannski ætla að lýðræðið og réttarríkið virkuðu betur og að samfélagið væri opnara en á tíma Ellsberg – í miðju Kalda stríðinu og þegar vænisýki Nixons var í hámarki.

Er það svo?

Bradley Manning er ákærður fyrir að koma skjölum um hernað Bandaríkjanna í Írak og Afganistan til fjölmiðla. Fjölmiðlar birtu þessi gögn. Þetta er á valdaskeiði forseta sem gefur sig út fyrir að vera frjálslyndur maður.

Manning fer fyrir herrétt, sem starfar að hluta til leynilega. Nú lifum við á tímum þegar misleynilegar stofnanir á vegum yfirvalda geta hlerað fólk alveg að vild, sumt af þeirri starfsemi byggir á leynilegum dómsúrskurðum.

Manning er dæmdur í 35 ára fangelsi árið 2013.

En Ellsberg fór frjáls ferða sinna árið 1973.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB