fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Úr Skugga-Sveini

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. ágúst 2013 23:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson vitnar í Skugga-Svein, leikrit Matthíasar Jochumssonar, í pistli á vefsvæðinu Heimur.

Um að gera að lesa pistil Benedikts í heild, en tilvitnuni í Skugga-Svein er svohljóðandi:

Ögmundur: Aumt er að eiga engan vænni kost en fylgja þér og Katli. Ill er mín æfi.

Skugga-Sveinn: Og verri skal hún verða, en verst að lokum! Því ekki skuluð þið ætla, að ég batni með ellinni; vitið þið ekki, að það er gamalt einkenni allra afarmenna,að þeir ergjast sem þeir eldast? En heyr nú, Mundi: Nú er mér leitt af hlaupum og bræði, og því legg ég á þig, að gálginn og fjandinn gleypi þig þann dag, sem þú svíkur mig eða yfirgefur. En meðan þú fylgir mér og heldur kjafti, máttu hjara!

Ögmundur: Sparaðu hótanir þínar, Sveinn, farið er þér nú flest að förla nema skapið.

Skugga-Sveinn: Ég þoli engar umbreytingar fram. bráðar breytingar eru ellinnar ólyfjan. Ég þekki mig ekki framar. Í æsku heyrði ég talað um hlýjan hug og hjartagæði, en nú fyrir löngu þekki ég ekkert nema harðúð og kaldan klaka. – Burt, burt allur kveifarskapur! Aldrei skal guggna, aldrei vægja sá sem enginn vægir. Skapið á ég þó óbreytt enn og röddina rámu.

Vini hef ég aldrei átt;
enginn bauð mér frið né sátt;
auðarslóð mér unni ei nein;
allir hræddust Skugga-Svein.

Við Ketil skræk: Vertu mér fylgispakur og haltu kjafti!

Ketill: Ég held kjafti og verð þér fylgispakur.

Skugga-Sveinn: Heyrðu, segðu mér eitt, hefur þú lært boðorðin?

Ketill: Nei og ég þarf ekki breyta eftir því sem ég ekki veit.

Skugga-Sveinn: Skynsamlegt svar, Ketill. Hvað eru boðorðin mörg?

Ketill: Þau eru mörg. Mig minnir ellefu.

Skugga-Sveinn: Og það ellefta er þetta: Lærðu að launa illt með illu!

Ketill: Þetta boðorð líkar mér vel. Ég er þér trúr.

Skugga-Sveinn: Allir drottinssvikarar verða hengdir, Ketill. Engum að trúa. Illt er illur að vera. En burt allur kveifarskapur! Skugga-Sveinn á ekkert að óttast, en öllum að storka. Það eru bleyðumar í byggðinni, sem allt vex í augum. Þeir eru löngu dauðir úr öllum æðum og orðnir ættlerar frækinna feðra. Dáðlausir örkvisar eru þeir allir, og heilar sveitir hræðast nú einn örvasa karl, enda hefir mörg lyddan kennt á kögglum þessum.

bilde

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB