fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Er krónan þá nothæf?

Egill Helgason
Mánudaginn 12. ágúst 2013 20:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cyrus Sanati dregur ekki dul á það í umtalaðri grein á vef CNN/Fortune að vandi Íslands tengist gjaldmiðlinum. Í greininni er íslenska hagkerfinu líkt við tifandi tímasprengju.

Ástæða hrunsins var hvernig fé pumpaðist inn í landið í vaxtamunarviðskiptum sem bankarnir höfðu lifað á – og meðal annars voru Íslendingum sjálfum lánaða gífurlegar fjárhæðir á háum vöxtum á – það voru peningar sem höfðu verið teknir að láni á lágum vöxtum annars staðar. Þetta leiddi til ofsalegrar húsnæðisbólu.

Þannig var Ísland meira í ætt við vogunarsjóð en sjálfstæða þjóð síðustu árin fyrir hrun, segir Sanati.

Svo sprakk þetta.

Ráðið sem var fundið til að íslenska krónan þurrkaðist ekki gjörsamlega út var að setja um hana gjaldeyrishöft.

Það virkaði um tíma – sem neyðarráðstöfun. Annars hefði hún líklega verið endanlega úr sögunni. Með þessu var hægt að bjarga einhverju af sparifé landsmanna.

En Sanati segir að skuldadagar nálgist. Höftin voru skammgóður vermir – og til lengdar eru þau skaðleg.

Ef gjaldeyrishöftin verði áfram muni efnahagur Íslands halda áfram að dragast saman. Verði þeim aflétt muni fé leita úr landinu með þeim afleiðingum að verð á eignum á Íslandi lækkar. Það sé tómt mál að tala um að erlendar fjárfestingar geti vegið upp á móti þessu – erlendir fjárfestar komi ekki inn í slíkt glundroðaástand.

Treysta menn sér þá enn til að fullyrða að krónan eigi að vera framtíðargjaldmiðill á Íslandi?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef