John Feinblatt og Jason Marczak skrifa á vef CNN um hvernig innflytjendur hafa hjálpað til að endurreisa húsnæðismarkaðinn í Bandaríkjunum eftir hrunið sem varð fyrir fimm árum.
Greinarhöfundarnir álíta að þessi saga sé yfirleitt ekki sögð, en innflytjendur hafa keypt húsnæði á stöðum sem hefðu ella haldið áfram að sökkva í kreppuástand og húsnæðisverð hefði hrunið enn meira. Hann nefnir dæmi frá Chicago og Texas.
Í greininni segir ennfremur að þetta sé enn eitt dæmið um hversu mikilvægir innflytjendur séu. Annað er heilsugæslan þar sem innflytjendur fá það hlutverk að sjá um baby boomers-kynslóðina sem er afar fjölmenn er færist nú á efri ár. Aðrir yrðu varla til að vinna þessi störf.