fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Spillingin kringum Íbúðalánasjóð – og lausnin á vanda hans

Egill Helgason
Fimmtudaginn 4. júlí 2013 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúðalánasjóðshneykslið er mjög óþægileg fyrir ríkisstjórnina. Ekki einungis hafa þarna verið teknar vondar og vitlausar ákvarðanir, heldur er þarna flokkspólitísk spilling sem á rætur að rekja til ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar.

Og aftur erum við minnt á hversu stofnanir ríkisins voru spilltar og grútmáttlausar, Seðlabankinn svaf á verðinum og auðvitað Fjármálaeftirlitið – það var alltaf nánast meðvitundarlaust.

Svo koma þarna inn kunnugleg andlit úr vandræðamálum eins og Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri í Skagafirði.

En það verður sjálfsagt ekki Árna Páli Árnasyni til sérstaks framdráttar að hafa verið sérstakur trúnaðarlögfræðingur Íbúðalánasjóðs.

Það er gengið út frá því að ríkisábyrgð sé á Íbúðalánasjóði – og þá verðum við líklega að telja að skattgreiðendur séu ábyrgir fyrir öllu tapi hans, meiru en 200 milljörðum.

En er það endilega svo?

Verða ekki kröfuhafar í Íbúðalánasjóði, þeir sem keyptu skuldabréf hans, að taka á sig tap?  Er hægt að leysa vandann öðruvísi? Það þýddi að lífeyrissjóðir myndu tapa miklu fé, en það fer líklega að verða óhjákvæmilegt.

Andri Geir Arinbjarnarson skrifaði forvitnilegt blogg um þetta í júní, áður en skýrslan um Íbúðalánasjóð kom út. Andri hefur reynst glöggur um margt, til að mynda bæði þennan vanda og vanda Orkuveitunnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi