Skýrslan um Íbúðalánasjóð virðist vera gott og heiðarlegt plagg.
En hún er fyrst og fremst eins og hluti af stærri mynd – það er hvernig allt fór úr böndunum í íslensku efnahagslífi á árunum upp úr 2000.
Þá var með öllum ráðum reynt að framkalla eitthvert falskasta góðæri sem um getur.
Afleiðingarnar voru þær að nokkrum árum síðar var allt komið í rjúkandi rúst – og það er fyrst nú að sum kurl eru komin til grafar, eins og með Íbúðalánasjóð.
Skýrsla um sparisjóðina mun vera á leiðinni innan skamms, en því miður verður einkavæðing bankanna líklega aldrei rannsökuð.
Meginniðurstaða skýrslunnar um Íbúðarlánasjóð getur átt við um svo margt annað á Íslandi síðasta áratuginn: