fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Veruleg vanhæfni og ótrúlegt sinnuleysi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 3. júlí 2013 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýrslan um Íbúðalánasjóð virðist vera gott og heiðarlegt plagg.

En hún er fyrst og fremst eins og hluti af stærri mynd – það er hvernig allt fór úr böndunum í íslensku efnahagslífi á árunum upp úr 2000.

Þá var með öllum ráðum reynt að framkalla eitthvert falskasta góðæri sem um getur.

Afleiðingarnar voru þær að nokkrum árum síðar var allt komið í rjúkandi rúst – og það er fyrst nú að sum kurl eru komin til grafar, eins og með Íbúðalánasjóð.

Skýrsla um sparisjóðina mun vera á leiðinni innan skamms, en því miður verður einkavæðing bankanna líklega aldrei rannsökuð.

Meginniðurstaða skýrslunnar um Íbúðarlánasjóð getur átt við um svo margt annað á Íslandi síðasta áratuginn:

 „Að rannsókn lokinni er nefndinni efst í huga veruleg vanhæfni stjórnenda Íbúðalánasjóðs og ótrúlegt sinnuleysi af hálfu helstu eftirlits- og valdastofnana þjóðfélagsins varðandi gríðarleg hagsmunamál þjóðarinnar.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi