fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Indriði: Þeir stærstu fá mest

Egill Helgason
Þriðjudaginn 2. júlí 2013 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri,  skrifar athyglisverða grein um lækkun veiðgjalda hér á Eyjuna og hvernig þau koma út fyrir handhafa fiskveiðikvótans.

„Þau 7 fyrirtæki sem mestan kvóta hafa, hvert um sig yfir 12 – 35 þús. þorskígildistonn, munu fá lækkun sem nemur um 2 milljörðum króna. Næstu 12 fyrirtæki með yfir 4 þús tonn hvert munu fá um 1,2 milljarða króna. Næstu 28 fyrirtæki sem hafa yfir 1 þús. tonn hvert fá samtals um 800 milljónir króna. Tæplega 500 fyrirtæki sem þá eru eftir fá um 550 milljónir, en þar af var meira en helmingur þegar gjaldfrjáls þ.e. með minna en 30 tonna afla.

Það þarf brenglað sjónarhorn til að lesa út úr þessu sérstakan stuðning við meðalstór og lítil fyrirtæki. Stærstu 19 fyrirtækin fá 3,2 milljarða í lækkun sem er yfir 70% heildarinnar. Sama er að segja um þá fullyrðingu að þetta sé gert fyrir landsbyggðina. Veiðigjöldin greiðast af eigendum fyrirtækjanna og engum öðrum. Þessi stóru fyrirtæki eru í eigu fárra aðila á Suðvesturhorninu og fáum öðrum stöðum. Meðal stórra eigenda í þeim eru bankar, lífeyrissjóðir, tryggingafélög og eignarhaldsfélög með óþekktu eignarhaldi. Þessum aðilum á að færa arðinn af fiskveiðiauðlindinni. Eiga þeir hann?“

Annars stendur baráttan líka um orðalag. Það er er talað um veiðgjaldið sem „skatt“, því er reynt að koma inn hjá fólki að þetta sé „skatturi“.

En svo er auðvitað ekki, þetta er gjald fyrir að fá að nytja sameiginlega auðlind þjóðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni