Fyrir rúmum tveimur áratugum íhugaði ég að sækja um vinnu sem fréttamaður á fréttastofu Sjónvarpsins.
Ég var boðaður í viðtal.
Þegar ég kom að lyftunni í Sjónvarpshúsinu við Laugaveg sá ég Hall Hallsson fara þangað inn.
Ég sneri við og fór aftur heim, vissi að var tilgangslaust að fara lengra.. Það hafði kvisast út að þessi staða væri frátekin fyrir Hall.
Á þessum árum var Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri. Hrafn Gunnlaugsson dagskrárstjóri, Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri, en útvarpsráð var pólitískt skipað og greiddi atkvæði um hverjir voru ráðnir á Ríkisútvarpið.
Það var í þá daga.