fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Þegar íslenska hægrið varð viðskila við umhverfismálin

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. júní 2013 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svo sannarlega rétt hjá Erni Halldórssyni að umhverfisvernd er ekki einkamál vinstri manna – eða hún ætti ekki að vera það.

Örn ætlar að stofna vefsíðu sem nefnist Sjálfstæðir umhverfisverndarsinnar.

Það hefur verið nefnt áður á þessari síðu að einn fyrsti náttúruverndarmaðurinn sem sat á Alþingi Íslendinga var Birgir Kjaran, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Birgir, sem lést 1976, var afi Birgis Ármannssonar alþingismanns, hann ritaði margt og merkilegt um náttúru Íslands.

Annar frumkvöðull náttúruverndar á Alþingi var Eysteinn Jónsson, sem var formaður Framsóknarflokksins frá 1962 til 1968 og margoft ráðherra.

Á þessum tíma var umhverfisvernd ekki endilega til vinstri, enda voru sósíalistar undir áhrifum frá hugmyndum um iðnvæðingu sem voru allsráðandi í kommúnistaríkjum. Þeir fóru í boðsferðir til Austur-Evrópu og Sovétríkjanna, sáu reykspúandi verksmiðjur og vöðvastælta stakhanov-verkamenn og dáðust að.

Andstaða sósíalista á Íslandi gegn álverinu í Straumsvík var miklu fremur á forsendum andúðar á peningavaldi og alþjóðlegum auðfyrirtækjum en náttúruverndar.

Þetta fór að breytast verulega eftir að grænu hreyfingunni vex fiskur um hrygg á níunda áratugnum, fyrst í Þýskalandi en svo víðar í Evrópu. Þessi hreyfing hafði mikil áhrif á vinstri vængnum og smiðtaðist yfir í flokka sem áður höfðu verið sósíalískir og fremur iðnvæðingarsinnaðir.

Á Íslandi varð loks til Vinstri hreyfingin – Grænt framboð þar sem beinlínis var blandað saman umhverfisvernd og sósíalisma. Í Evrópu hafa græningjaflokkar hins vegar haldið sig nær miðjunni og ýmsir hægri flokkar tekið upp stefnumið þeirra. Frægt var til dæmis að þegar Nicolas Sarkozy tók við embætti forseta Frakklands jók hann mjög mikilvægi umhverfisráðuneytisins. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur líka lagt mikla áherslu á umhverfismál.

Hér heima urðu nokkur tímamót 2001 þegar Ólafur F. Magnússon, helsti talsmaður umhverfissjónarmiða í Sjálfstæðisflokknum, var flæmdur úr flokknum með skömmum og háðsglósum. Það var á þeim tíma að engin skoðun var leyfileg í Sjálfstæðisflokknum nema skoðun Davíðs Oddssonar. Eftir það urðu umhverfissinnar algjörlega viðskila við Sjálfstæðisflokkinn og eru það mestanpart enn.

En nú eru aðrir tímar og það þarf ekkert að vera því til fyrirstöðu að hreyfing eins og Sjálfstæðir umhverfisverndarsinnar nái áhrifum. Það er fullt af sjálfstæðismönnum sem eru ekki hrifnir af gamaldags áformum um ríkisstýrða iðnvæðingu. Flokkurinn ætti að geta mótað sér stefnu um grænan vöxt sem gæti höfðað til umhverfissinna – ef hann er ekki ennþá of fastur í áherslunum frá síðasta áratug og sjálfvirkri andstöðu við allt sem kemur frá VG.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni