fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Silfrið hættir – ný og skemmtileg verkefni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 19. júní 2013 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er rétt sem komið er fram að ég er hættur með Silfur Egils.

Þættirnir hafa verið í sjónvarpi síðan 1999, fyrst á Skjá einum, svo á Stöð 2 og nú síðustu sex árin á Rúv.

Mér þykir þetta orðið gott. Ég árétta að það er að mínu frumkvæði að þættirnir renna nú sitt skeið.

En það er langt í frá að ég sé að hætta í sjónvarpi eða fjölmiðlum.

Kiljan verður áfram á dagskrá vikulega frá því í september.

Ég ferðaðist um Kanada og Bandaríkin í vor ásamt Ragnheiði Thorsteinsson og Jóni Víði Haukssyni; við komum heim með mikið efni sem verður uppistaðan í stórri þáttaröð um Íslendinga í vesturheimi og afkomendur þeirra. Í þáttunum verður lögð sérstök áhersla á söguna og bókmenntirnar – ekki síst á sögurnar sem fólkið segir sjálft. Okkar bíður mikið verk að koma þessu efni saman.

Svo er rætt um aðra þáttagerð á sviði menningar og ferðalaga – jú, og þjóðmála. En það kemur í ljós síðar.

Og svo á ég ekki von á öðru en að ég haldi áfram að blogga hér á Eyjunni. Þetta er skemmtilegasti vettvangur þjóðfélagsumræðu á Íslandi. Ég hef bloggað síðan snemma árs 2000 og þetta er orðið nánast eins og að draga andann – aðferð til að hugsa upphátt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni