Allt bendir til þess að nýja ríkisstjórnin muni eiga nokkuð langa hveitibrauðsdaga.
Hún tekur við í maí. Það verður stutt sumarþing þegar nýir þingmenn taka sæti sín.
Svo fer pólitíkin varla í gang aftur fyrr en í haust. Þá verður spurt um efndir á kosningaloforðum.
Stjórnin ætti semsagt að hafa þrjá til fjóra mánuði í sæmilegum friði.
Stjórnarandstaðan er svo löskuð að hún leggur varla út í neitt andóf að ráði fyrr en þá. Annars er hætt við að líti út fyrir að hún sé í fýlu.
Þannig fær nýja stjórnin meiri frið en stjórn Jóhönnu – í henni var hamast frá fyrsta degi, hún hafði í raun aldrei neinn frið, heldur þurfti hún að vera út og suður í stanslausri vörn.
Ekki bara frá stjórnarandstæðingum, heldur ekki síður frá sínum eigin liðsmönnum. Á maður að trúa að ekki komi til neins uppgjörs vegna þess?