fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Hagkvæmni þess að selja raforku um sæstreng

Egill Helgason
Mánudaginn 20. maí 2013 23:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í áhugaverðri grein fjallar Ketill Sigurjónsson um möguleikana á að leggja sæstreng fyrir raforku til útlanda. Hann leitast við að sýna fram á hversu hagkvæmt þetta er og ber það saman við arðinn sem Íslendingar hafa af því að selja raforku til álvera. Ketill nefnir mikla eftirspurn eftir raforku í Evrópu, og þá aðallega grænni raforku, og að raforkuverðið þar hafi farið mjög hækkandi:

Ketill skrifar:

„Það getur verið fróðlegt að setja ofangreinda tölu (20 milljarða ISK hagnaðarauka íslensku raforkufyrirtækjanna) í samhengi við áliðnaðinn á Íslandi. Þá er eðlilegt að miða við upplýsingar frá Samáli (sem eru samtök álfyrirtækjanna hér) og ársreikninga álfyrirtækjanna.

Samkvæmt Samáli greiddi áliðnaðurinn rétt tæpa 5 milljarða ISK í opinber gjöld á síðasta ári (2012). Öll laun og launatengd gjöld sem áliðnaðurinn greiddi það ár voru um 14,5 milljarðar ISK.

Umræddur árlegur aukahagnaður íslensku raforkufyrirtækjanna vegna útflutnings á 5 TWst sem hér er álitinn raunhæfur (20 milljarðar ISK) er því um fjórföld sú upphæð sem álfyrirtækin þrjú greiddu í opinber gjöld árið 2012. Og þetta er um 40% hærri upphæð en öll laun og launatengd gjöld sem álfyrirtækin greiddu umrætt ár. Þessi aukahagnaður er sem sagt umtalsverð upphæð.

Til að gera samanburðinn ennþá áþreifanlegri getur verið fróðlegt að bera þennan aukahagnað saman við t.d. öll laun og launatengd gjöld stærsta álversins hér; álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Þá sést að umræddur aukahagnaður upp á 20 milljarða ISK (sem er sá hagnaður sem íslensku raforkufyrirtækin myndu geta haft af 5 TWst raforkusölu til Evrópu) er um fjórföld sú upphæð sem álver Alcoa á Reyðarfirði greiðir árlega í laun og launatengd gjöld. Þetta má sjá af síðasta ársreikning Alcoa Fjarðaáls, sem er vegna rekstrarársins 2011.“

Og loks geldur hann varhug við umræðu sem hefur verið um að nú þurfi að drífa í að virkja og koma upp stóriðju til að keyra upp hagvöxt:

„Nú í aðdraganda Alþingiskosninganna og í framhaldi af niðurstöðu þeirra hefur sumum orðið tíðrætt um nauðsyn þess „að koma hjólum atvinnulífsins í gang“ og að hér sé áríðandi að „skapa störf“. Í þessari umræðu er gjarnan talað um að þarna skipti nýjar stóriðjuframkvæmdir hvað mestu máli. Og að samhliða þeim eigi orkufyrirtækin hér að ráðast í virkjunarframkvæmdir til að útvega stóriðjunni nauðsynlega orku. Í þessari umræðu ber jafnvel á því að sjálft söluverðið á raforkunni verði nánast aukaatriði.

Slík framsetning er visst áhyggjuefni. Hugsanaháttur af því tagi getur aftrað því að við setjum raunverulega verðmætasköpun í forgang. Hverfum frá svoleiðis framsetningu og setjum það í forgang að orkuauðlindirnar skapi okkur sem allra mest verðmæti. Það hvernig við nýtum orkuauðlindirnar er sennilega eitt allra stærsta hagsmunamál þjóðarinnar og mikilvægt að við veltum þessu vandlega fyrir okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin