Elvar Örn Arason skrifar færslu hér á Eyjuna sem ég get ekki stillt mig um að vísa í.
Elvar nefnir Sighvat Björgvinsson sem var úthrópaður í fjöl- og samskiptamiðlum fyrir skrif sín um „sjálfhverfu kynslóðina“.
En eins og Elvar segir hefur Sighvatur nú fengið stuðning úr óvæntri átt.
Hann kemur frá bandaríska vikuritinu Time sem í forsíðugrein fjallar um það sem blaðið kallar ég ég ég kynslóðina – the me me me generation.