Sagan segir að menn séu aftur farnir að taka bankalán til að kaupa hlutabréf – á markaði sem er afar einkennilegur.
Pétur H. Blöndal alþingismaður skrifar á Facebooksíðu sína:
„Mér sýnist vera að myndast bóla á hlutabréfamarkaði. Lífeyrissjóðirnir eru læstir inni í gjaldeyrishöftum, litlar fjárfestingar í gangi og þeir þurfa að koma yfir 100 milljörðum króna á beit á ári. Svo sýna þeir góða ávöxtun með hækkuninni.“
Jú, það hefur verið hægt að taka út nokkuð snöggan gróða á hlutabréfamarkaðnum. Gengi Icelandair hefur hækkað um 95,3 prósent síðastliðið ár, Hagar um 47,9 prósent – fasteignafélagið Reginn um 22,7 prósent frá áramótum.
Einhvern veginn sýnist manni að tæplega sé innistæða fyrir öllum þessum hækkunum.
Þetta er semsé bóla.