fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Píratarnir á Íslandi – og hin alþjóðlega hreyfing

Egill Helgason
Mánudaginn 15. apríl 2013 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar horfa yfirleitt ekki mjög vítt yfir heiminn í stjórnmálaumræðu – enda er að sumu leyti þægilegra að busla bara í sama litla pollinum.

Það er til dæmis lítt til umræðu í þessum kosningum að eitt framboðið, sem þó fær mjög mikla athygli, er angi af alþjóðlegri hreyfingu sem er til í mörgum löndum.

Þetta eru Píratarnir. Þeir sækja hugmyndir sínar og vinnuaðferðir til fyrirmynda sem hafa verið hvað sterkastar í Svíþjóð og Þýskalandi.

Píratahreyfingin byrjaði í Svíþjóð, í kringum deilur um höfundarétt, en nú eru til Pírataflokkar í að minnsta kosti fjörutíu löndum. Í sextán löndum hafa þeir tekið þátt í þingkosningum, samkvæmt Wikipedia, nú bætist Ísland við á þennan lista.

Árangurinn í þingkosningum hefur verið rýr, en flokkurinn hefur fagnað sigrum í fylkiskosningum í Þýskalandi, einkum og sérílagi í Berlín 2011 þar sem flokkurinn fékk 8,9 prósent og í Evrópuþingskosningum í Svíþjóð 2009, þar sem fylgið var 7,13 prósent.

Margir væntu þess að Píratarnir myndu setja strik í reikninginn í þingkosningunum sem verða haldnar í Þýskalandi í september næstkomandi. Flokkurinn hefur náð inn á þrjú fylkisþing auk Berlínar og var um tíma með allt að 10 prósent í skoðanakönnunum, þá virtust þeir vera að keppa við Græningja og Frjálslynda um að verða þriðji stærsti flokkur Þýskalands.

Svo virðist þó ekki ætla að verða.

Óeining í röðum Pírata og óljós stefnumál hafa valdið því að fylgið hefur hríðminnkað. Hreyfingin er vissulega byggð upp á annan hátt en hefðbundnir stjórnmálaflokkar, en það er ekki alltaf ávísun á sátt og samlyndi að útkljá mál á netinu.

Það var áfall fyrir hreyfinguna þegar hún fékk ekki nema 2 prósent í fylkiskosningum í Neðra -Saxlandi í janúar. Í skoðanakönnunum er flokkurinn kominn niður í 2,5-3 prósent og möguleikarnir á að rjúfa 5 prósenta múrinn sem þarf til að koma þingmönnum að hafa farið hríðminnkandi. Bjartsýnin innan hreyfingarinnar hefur dvínað – líka í Svíþjóð þar sem hún er upprunnin.

En kosningasigur Pírata á Íslandi gæti náttúrlega eflt móralinn aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin