fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Jóhanna framfylgir utanríkisstefnu Ólafs Ragnars í Kínaferð

Egill Helgason
Sunnudaginn 7. apríl 2013 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það lítur út fyrir að síðasta stóra verk Jóhönnu Sigurðardóttur í embætti forsætisráðherra verði að fara til Kína að undirrita fríverslunarsamning.

Kínverjar taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum með pompi og prakt svo þessi heimsókn verður ábyggilega ævintýraleg.

En hún er líka táknræn.

Þarna er Jóhanna nefnilega að framfylgja utanríkisstefnu Ólafs Ragnars Grímssonar. Hann er mestur kínavinur meðal íslenskra áhrifamanna og hefur löngum lagt áherslu á samskipti við ríki í Asíu. Hann er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu – og í raun virðist hann hafa lítinn áhuga á Evrópu.

Ólafur Ragnar hefur farið í margar heimsóknir til Kína.

Það er kaldhæðnislegt að það komi í hlut Jóhönnu að gera þennan fríverslunarsamning. Þetta er ekki beinlínis það sem var lagt upp með í upphafi stjórnartíðar hennar – þá var hugmyndin að enda kjörtímabilið með samningi við Evrópusambandið.

En fríverslunarsamningur smáþjóðar við fjölmennasta ríki heims – ríki sem hvorki er lýðræðis- né réttarríki – er ekkert smámál.

Megum við kannski bráðum fá að vita hvað er í þessum samningi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin