fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Frægt fólk hjá Lýðræðisvaktinni – og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Egill Helgason
Mánudaginn 1. apríl 2013 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ekki verið um það fjallað, en fyrrverandi þingmaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er í framboði fyrir Lýðræðisvaktina. Hefði kannski einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar.

Þetta er Katrín Fjeldsted sem skipar heiðurssætið hjá Lýðræðisvaktinni í Reykjavík norður.

Annars er ansi mikið af þekktu fólki í framboði hjá Lýðræðisvaktinni, má segja að í þeirri deild slái hún öðrum flokkum við.

Í Reykjavík norður má sjá tónlistarmanninn Egil Ólafsson, fjölmiðlakonuna Hildi Helgu Sigurðardóttur og kvikmyndaleikstjórann Lárus Ými Óskarsson.

Í Reykjavík  suður eru til dæmis Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, Edda Björgvinsdóttir leikkona, Valgerður Matthíasdóttir fjölmiðlakona, Anna Kristine Magnúsdóttir blaðakona og Móeiður Júníusdóttir, söngkona og guðfræðingur.

Í Suðvesturkjördæmi er að finna blaðakonuna Guðrúnu Guðlaugsdóttur, leikarann Hinrik Ólafsson, Guðnýju Halldórsdóttur kvikmyndaleikstjóra og Guðmundu Elíasdóttur söngkönu.

Í Suðurkjördæmi eru svo tónlistarmennirnir Þórir Baldursson, Hjörtur Howser og Erlingur Björnsson, gítarleikari Hljóma.

Í Norðausturkjördæmi eru hvort á sínum enda listans hjónin Sigríður Stefánsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, og Erlingur Sigurðarson, sem sat í Stjórnlagaráði.

Og í efsta sæti í Norðvesturkjördæmi er hinn öflugi Eyþór Jóvinsson sem meðal annars rekur Vestfirzku verzlunina á Ísafirði, þar er líka á lista Elínborg Halldórsdóttir myndlistarmaður, Ellý í Q4U.

En hvort það breytir einhverju að hafa svo þekkt fólk í sínum röðum, það er allsendis óvíst. En líklega keppa hinir flokkarnir sem eru að berjast við að ná upp í fimm prósenta múrinn ekki í þessari deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?