fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Kiljan: Kirkjur, Emma, og leyndarmál Hanne Vibeke-Holst

Egill Helgason
Þriðjudaginn 26. febrúar 2013 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni á miðvikudagskvöld fjöllum við um mikinn bókaflokk sem hefur verið að koma út undanfarna tvo áratugi. Hann nefnist Kirkjur Íslands, en þar er sagt frá kirkjubyggingum og kirkjustöðum víða um landið, sögu þeirra, arkitektúr og listmunum sem þar er að finna.. Við grípum niður í 18. bindið, en þar segir meðal annars frá Dómkirkjunni í Reykjavík og Fríkirkjunni.

Í þáttinn kemur danski höfundurinn Hanne Vibeke-Holst. Hún segir í opinskáu viðtali frá tilurð bókarinnar Iðrun, sem á metsölulista hér á Íslandi. Söguefnið eru leyndarmál sem er að finna í fjölskyldu hennar sjálfrar.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær bækur: Emmu eftir Jane Austen og Sumar án karlmanna eftir Siri Hustvedt.

Bragi kíkir í gamla gestabók og gamalt skólablað.

800px-Frikirkjan-reykjavik

Fríkirkjan í Reykjavík var vígð 1903 en stækkuð tvívegis eftir það. Hún var um tíma stærsta kirkja á Íslandi. Hluti hennar er teiknaður af Rögnvaldi Ólafssyni, sem má telja fyrsta eiginlega íslenska arkitektinn. Við skoðum Fríkirkjuna og Dómkirkjuna með Þorsteini Gunnarssyni sem er ritstjóri bókaflokksins Kirkjur Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann