fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins og verðtryggingin

Egill Helgason
Mánudaginn 18. febrúar 2013 15:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst á fimmtudaginn – og ber yfirskriftina Í þágu heimilanna.

Þetta er að sumu leyti dálítið erfitt kjörorð – á tíma þegar afnám verðtryggingar er efst á baugi í umræðunni og þegar nýlega er komið fram álit frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem bendir til þess að framkvæmd hennar á Íslandi sé ólögleg.

Á fundinum munu án efa koma fram háværar kröfur um að flokkurinn álykti um afnám verðtryggingarinnar. En forystu flokksins er það varla sérstaklega að skapi. Henni myndi tæplega þykja gott að mynda ríkisstjórn með slíka landsfundarályktun á bakinu – hún telur að Framsókn, líklegasti samstarfsflokkurinn, hafi gengið alltof langt í þessu efni.

Reyndar var gerð samþykkt í þessa veru á landsfundinum 2011 – sagt er að hún hafi sloppið í gegn gegn vilja flokksforystunnar.

Það fer mikil pólitík fram á landsfundi – ekki síst í nefndum. Það er líklegt að forysta flokksins muni reyna hvað hún getur til að afstýra því að sterkt verði kveðið að orði í ályktun um verðtrygginguna og skuldir heimilanna. Í því skyni þarf að valda nefndirnar og koma í veg fyrir að óvæntir hlutir gerist inni í sjálfum fundarsalnum.

En eins og áður segir – með þessa yfirskrift er eiginlega óhjákvæmilegt að þessi umræða verði tekin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann