fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Þjóðmál: Björn og Jakob sækja hart að Guðlaugi Þór

Egill Helgason
Föstudaginn 28. september 2012 07:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kominn prófkjörstitringur í Sjálfstæðisflokkinn. Í nýju hefti timaritsins Þjóðmálum vekur athygli hversu harkalega er sótt að Guðlaugi Þór Þórðarsyni.

Þarna birtast greinar um stöðu flokksins í aðdraganda kosninga.

Ritstjórinn Jakob F. Ásgeirsson hefur áhyggjur af flokknum og segir að mörgum finnist hann ekki hafa gert almennilega upp við „hrunið“ (ritstjórinn setur orðið sjálfur innan gæsalappa.

Jakob segir:

„Þeim mislíkar stórlega að enn séu meðal kjörinna fulltrúa flokksins fólk sem fékk þau tilmæli í landsfundarsamþykkt sumarið 2010 að draga sig í hlé vegna þátttöku í hrunadansinum. Óhætt er að taka undir það með þessu fólki að það gæti orðið Sjálfstæðisflokknum dýrkeypt ef kosningabaráttan færi að einhverju leyti að snúast um hrunadans einstakra frambjóðenda.“

Landsfundarsamþykktin er svo birt aftar í blaðinu og segir Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti, frá aðdraganda hennar. Halldór lagði hana fram á fundinum. Halldór segist telja að þessi samþykkt sé ennþá í fullu gildi.

Björn Bjarnason vegur í sama knérunn í grein sem hann ritar undir yfirskriftinni Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að ná vopnum sínum? Þar rifjar Björn upp prófkjör árið 2006:

„Sá sem stefndi gegn mér, Guðlaugur Þór Þórðarson, hafði ótæmandi sjóði til ráðstöfunar. Síðar sagðist hann hafa varið að minnsta kosti tæpum 25 milljónum króna til baráttunnar. Stóðu Baugsmenn og félagar þeirra framarlega í flokki stuðningsmannanna. Þeim var mikið í mun að bola mér frá völdum, dómsmálaráðherranum. Guðlaugur Þór virkjaði 500 til 700 sjálfboðaliða til baráttu fyrir sig og komu margir þeirra úr forystu hverfafélaga sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hefur því verið fjálglega lýst hve ríkulegar veitingar voru fyrir fjölmenni í kosningaskrifstofu hans við Lágmúla, þar hefðu menn getað gengið að veisluborði nær allan sólarhringinn.“

Það er svo varla tilviljun að í síðari hluta greinarinnar rifjar Björn upp REI-málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu