fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Þið stjórnið ekki landinu, plebbarnir ykkar

Egill Helgason
Mánudaginn 24. september 2012 09:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en David Cameron tók við í Bretlandi las ég skemmtilega bók sem kallast Waiting for the Etonians. Hún er eftir þann ofurskarpa blaðamann Nick Cohen, og segir þá furðulegu sögu að á tíma efnahagskreppu var að komast til valda hópur manna sem var menntaður í einkaskólum yfirstéttarinnar – eins og Eton.

Þessu hefur nýlega verið lýst með öðrum hætti. Þar er sagt að The Drones séu við völd í Bretlandi. Drones er klúbburinn þar sem Bertie Wooster, sögupersóna P.G. Wodehouse, er meðlimur ásamt fleiri yfirstéttardrengjum.

Nú er einn þeirra í vandræðum. Hann er reyndar ekki menntaður í Eton, heldur skóla sem nefnist Rugby. Þetta er Andrew Mitchell, sem David Cameron gerði að þingflokksformanni Íhaldsmanna (chief whip) eftir breytingar á stjórninni nýskeð.

Mitchell var á hjóli og lögreglumenn vildu ekki hleypa honum út um hlið við Downingstræti 10.

Hann brást ókvæða við, samkvæmt lögreglumönnunum hreytti hann út úr sér:

„Best learn your fucking place. You don´t run this fucking government. You fucking plebs.“

Það þykir ekki gott að kalla lögreglumenn plebba og segja að þeir þekki ekki sinn stað í tilverunni – sérstaklega ekki ef maður er valdamikill yfirstéttarmaður í landi sem er haldið ofurnæmi gagnvart stéttaskiptingu.

Mitchell hefur þrætt fyrir að hafa sagt þetta, en almenningsálitið og fjölmiðlarnir hallast að því að trúa lögreglumönnunum – þessi orð eru meira að segja komin í skýrslu um atvikið.

Margir telja að Cameron eigi engra annarra kosta völ en að reka hinn snobbaða og hrokafulla yfirstéttarmann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?