fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Allt á fleygiferð í Framsókn

Egill Helgason
Mánudaginn 24. september 2012 20:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson skuli ekki geta komið sér saman um hvort Sigmundur hafi látið Höskuld vita að hann væri á leið í framboð í Norðausturkjördæmi.

Hver sem skýringin er, þá gerist þetta allt mjög hratt.

Birkir Jón hættir fyrir norðan, Sigmundur og Höskuldur tilkynna framboð þar, Siv hættir í Kraganum og Eygló tilkynnir framboð þar – og svo segir Sigmundur að áhugavert fólk sé á leiðinni í framboð fyrir flokkinn í Reykjavík.

Það verður forvitnilegt að sjá úr hvaða átt þeir frambjóðendur koma – verður það prúðir miðjumenn eða fólk sem hefur tilhneigingu til upphlaupa?

En Framsókn má eiga að hún er búin að losa sig við alla þá sem voru á þingi fyrir flokkinn fyrir hrun og höfðu einhver áhrif. Það er meira en aðrir flokkar geta sagt.

En atburðirnir fyrir norðan eru frekar pínlegir. Það er rétt að þarna er helsta vígi flokksins. Enginn skilur Framsókn nema hann átti sig á hvað hún stendur djúpum rótum fyrir norðan og austan. Þar hefur flokkurinn stundum náð því að vera raunveruleg fjöldahreyfing – meðan hann hefur verið að ströggla við að ná inn fulltrúum í höfuðborginni.

Höskuldur Þórhallsson er leiðtogi flokksins á Akureyri, í höfuðstað Norðurlands. Hann er alinn þar upp, pabbi hans var vinsæll prestur í Akureyrarkirkju, honum fannst að sinn tími væri kominn að leiða flokkinn í kjördæminu – og lái honum hver sem vill. Nú segist hann ætla að berjast við flokksformanninn um fyrsta sætið – það gæti orðið harður slagur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu