fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Eyjan

Íþróttirnar og þjóðarsálin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 8. ágúst 2012 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson sagði að handbolti væri kjarninn í þjóðarsál Íslendinga.

En hvar er kjarninn eftir tapið gegn Ungverjum í dag?

Það er reyndar þannig með íþróttir að bæði töp og sigrar gleymast býsna hratt.

Feel good áhrif íþrótta eru nokkuð ofmetin. Íþróttir munu ekki breyta því ef eitthvað er í ólagi í einkalífi manns eða í þjóðfélaginu. Bretar vakna upp við það á mánudaginn að líf þeirra er alveg eins og fyrr, efnahagurinn er rusli, en Grikkir eru enn að borga skuldir vegna Ólympíuleikanna 2004.

Ef íþróttasigrar væru ávísun á hamingju, hefðu allir verið afar sælir í Þýska alþýðulýðveldinu, mesta sportidjótaríki sem til hefur verið. Aldrei hefur neitt ríki unnið jafnmikið af íþróttamedalíum.

Ég man að ég lenti í nokkrum stælum út af þessu í útvarpsþættinum Vikulokunum árið 2008, eftir að íslenska handboltaliðið hafði unnið silfur á Ólympíuleikunum í Peking.

Þá höfðu bæði forseti og menntamálaráðherra stormað til Kína til að taka þátt í dýrðinni. Það voru síðar hengdar fálkaorður á allt handboltalandsliðið. Stjórmálamönnum finnst gott að nugga sér utan í sigurvegara í íþróttum.

Á þessum tíma voru ýmsir að halda því fram að þetta myndi þýða viðsnúning í örðugleikum sem blöstu við Íslendingum. Þjóðin myndi fá trú á sjálfa sig. Ég sagðist ekki trúaður á að þetta hefði nein áhrif – ég man að öðrum gestum sem voru í þættinum fannst það ósmekklegt.

Sex vikum síðar hrundi íslenska hagkerfið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“