fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Vesen á Assange

Egill Helgason
Fimmtudaginn 16. ágúst 2012 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er skrítið ástand í kringum Julian Assange. Það er ekki nema fá ár síðan hann gekk um göturnar í Reykjavík og enginn þekkti hann. Nú er hann uppsláttarefni fjölmiðla alls staðar í heiminum.

Hann sækir um hæli í Ekvador. Sest að í sendiráði þess lands í London. Það hlýtur að vera leiðinleg vist. Fær hælið – og ætlar þá væntanlega að fara til Ekvador.

Bresk stjórnvöld mótmæla, skiljanlega – það hefur verið ákveðið eftir langt dómsferli að framselja Assange til Svíþjóðar.

Þar vill lögreglan yfirheyra hann vegna kynferðisbrotamáls.

Stuðningsmenn Assange segja að þetta sé í rauninni ekkert brot – en eru það gild rök í málinu að Svíar séu búnir að setja svo ströng lög um kynferðismál að kæran sé tómt rugl?

En málið snýst heldur um það nema að litlu leyti, því er haldið fram að lokamarkmiðið sé að koma Assange til Bandaríkjanna þar sem hann verði dreginn fyrir dóm fyrir að ljóstra upp um leyndarmál stjórnarinnar vestra.

Við verðum þá að trúa því að Svíþjóð – sem er norrænt réttarríki – sé tilbúið að taka þátt í slíku makki með Bandaríkjamönnum. Bandaríkin hafa raunar ekki farið fram á að Assange verði framseldur, hvorki við Breta eða Svía.

Við verðum þá að trúa því líka að kæran á hendur Assange sé af pólitiskum toga. Hann sé í slíkri hættu að hann þurfi að fá pólitískt hæli í Suður-Ameríku.

Annars hlýtur breska lögreglan að vera í nokkrum rétti að sækja hann inn í sendiráðið svo hægt sé að leiða sænska málið til lykta.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi