fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Barenboim og West Eastern Divan

Egill Helgason
Mánudaginn 30. júlí 2012 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Barenboim hefur síðan 1999 haldið úti hljómsveitinni West-Eastern Divan, þetta er sinfóníuhljómsveit sem samanstendur af ungum hljómlistarmönnum frá Ísrael, Palestínu og Arabalöndum, eða eins og stendur í kynningu hljómsveitarinnar: Ungt tónlistarfólk frá þessum löndum spilar saman fyrir frelsi, jafnrétti og mannvirðingu.

Barenboim er hugsjónamaður, unnandi frelsis og mannréttinda – hljómsveitin sýnir að ungt fólk getur unnið saman að hugðarefnum eins og tónlist þótt það komi frá óvinaþjóðum.

Það þarf ekki að taka fram að öfgamönnum er mjög illa við þetta framtak. Því miður eru það þeir sem ráða ferðinni í þessum heimshluta og tónlistin mun varla breyta því.

En West-Eastern Divan snýst ekki bara um boðskap – þetta er nefnilega orðin hörku hljómsveit. Hún opnaði Proms-tónlistarhátíðina í London í síðustu viku og fékk feikilega góða dóma fyrir flutning sinn.

Í gærkvöldi sá ég hljómsveitina leika í Waldbühne í Berlín.

Þetta er eitthvert glæsilegasta tónlistarsvið sem um getur, feikilega stórir áhorfendapallar sem standa í hálfhring úti í skógi. Það er töfrum líkast þegar rökkrið færist yfir.

Hljómsveitin lék tvær flottustu sinfóníur Beethovens, þá þriðju og þá fimmtu.

Það var ólgandi kraftur og ferskleiki í flutningnum sem ég mér finnst ég ekki hafa heyrt lengi á Beethoven-tónleikum. Fyrir ofan var opinn og heiður himininn – það var eins og tónlistin væri að teygja sig þangað upp í leit að einhverju mikilfenglegu – kannski hinstu rökum tilverunnar?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna