fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Eyjan

Málskotsréttur forseta – og kjósenda

Egill Helgason
Mánudaginn 2. júlí 2012 21:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarskrártillögur Stjórnlagaráðs verða bornar undir atkvæði í haust – væntanlega þá með einhverjum breytingatillögum og tilbrigðum.

Einn gallinn við tillögur Stjórnlagaráðs er að í raun hefur fengist sáralítil umræða um þær. Ólafur Ragnar Grímsson vék orðum að þeim – og allt í einu byrjar umræðan að geisa.

Ákvæðin í tillögunum sem varða forsetann eru nokkuð mótsagnakennd, eins og bent hefur verið á. Forsetinn heldur málskotsrétti sínum óskertum. En að auki bætist við að ákveðinn fjöldi kjósenda getur krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Hlutfallstalan sem er nefnd í þessu sambandi – 10 prósent –  er svo lág að svo virðist að málskotsréttur forsetans gæti verið hreinn óþarfi.

Reyndar segir líka að kjósendur geti ekki krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um fjárlög eða „þjóðréttarskuldbindingar“ (Icesave?) en hins vegar eru engar slíkar hömlur á málskotsrétti forsetans.

Í þessu sambandi er svo athyglisvert að Sjálfstæðisflokkurinn hyggst leggja fram stjórnarskrártillögur í haust þar sem á að „skerpa á valdmörkum“ forseta.

Á íslensku þýðir þetta að afnema málskotsréttinn – eða svo gott sem.

Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur alltaf verið mjög í nöp við þennan rétt forsetans, hún viðurkenndi hann reyndar alls ekki til skamms tíma – og í raun hefur ekkert breyst í þeim efnum, þrátt fyrir skammvinnt hentugleikabandalag við Ólaf Ragnar.

Nú hefur það hins vegar breyst að vinstri flokkarnir eru líka farnir að snúast gegn málskotsréttinum – eða allavega beitingu Ólafs Ragnars á honum – svo það gæti jafnvel myndast þingmeirihluti fyrir því að takmarka hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu