fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Eyjan

Forsetakosningarnar, pólitíkin og fjölmiðlarnir

Egill Helgason
Mánudaginn 2. júlí 2012 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar var bæði langdregin og leiðinleg.

Aðallega vegna þess að var ekki um svo mikið að ræða. Þótt Ólafur Ragnar hafi vissulega gert embættið pólitískara, er það samt ekki tíðkanlegt að forsetaefni séu að útmála skoðanir sínar á pólitískum deilumálum.

Svoleiðis var það heldur ekki í þessum kosningum.

Ólafur Ragnar segir að krafan sé að forseti tjái sig meira um þjóðmálin – við eigum eftir að sjá hvernig það kemur út. Ef forsetinn fer að taka þátt í daglegum umræðum um ESB, kvótann og rammaáætlun munu stjórnmálaflokkarnir fljótlega grípa til varna. Þótt stór hluti þeirra sem segjast mundu kjósa Sjálfstæðisflokkinn hafi kosið Ólaf Ragnar fer því fjarri að forysta hans sé hrifin af honum.

Breytingar á stjórnarskrá eru í farvatninu – í tillögum stjórnlagaráðs heldur forsetinn völdum sínum og það er jafnvel bætt í. Þetta eru hlutir sem þarf að ræða miklu betur í ljósi afstaðinna kosninga.

Það er líka verið að ræða um hlut fjölmiðlanna í kosningunum. Staðan var að vissu leyti skrítin, Þóra Arnórsdóttir kom beint úr sjónvarpinu og fór í framboð, og það er ekkert launungarmál að innan fjölmiðlastéttarinnar er Ólafur Ragnar ekkert sérlega vinsæll.

Ég sé samt ekki betur en að flestir fjölmiðlar hafi staðið sig ágætlega – og ásakanir um að Ríkisútvarpið hafi dregið taum eins frambjóðanda fremur en annars eru algjörlega út í hött. Þeir sem hæst tala um þetta hafa þann leiða sið að kalla aðra alls kyns ónefnum – sem lenda eins og bjúgverplar á höfði þeirra sjálfra. Sumir segja að þarna sé verið að færa þjóðmálaumræðuna aftur á tíma manna eins og Jónasar frá Hriflu, en líklega er nær að segja að þarna ráði fremur andi gamalla skólablaða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu