fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Hús við hafið

Egill Helgason
Laugardaginn 14. júlí 2012 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við erum í húsi úti í sveit.

Ég vakna á morgnana við köll í geitahirði – ela, ela, koma koma.

Það eru asnar hér bak við steinhlaðinn vegg, Kári skýst til þeirra og gefur þeim agúrkur. Ösnunum finnst gúrkurnar ljúffengar. Þau eru skemmtileg hljóðin sem heyrast þegar þeir bryðja þær.

Asnarnir horfa með stórum augum á Kára, hann telur að það sé merki um vináttu.

Þetta eru heitir dagar, en húsið stendur úti á klettabrún, með útsýni yfir blátt hafið. Það er engin loftkæling og óvenju lítill vindur. Við húsið eru nokkrar vindmyllur sem hætt er að nota. Eyjan er mjög vindasöm og þetta er einn vindasamasti staðurinn á henni.

Ef maður opnar glugga myndast þó alltaf einhver trekkur í gegnum húsið – náttúruleg loftkæling. En næturnar eru heitar, og þegar gerir svona langan hlýviðriskafla koma skordýrin fram. Þau eru ekki skaðleg, en hvimleið.

Seinni part dags voma  yfir djúpinu haukar – ég veit ekki hvað ég á að kalla þá, mér er sagt að á grísku sé þessi fugl stundum nefndur anemogamis  (sá sem „ríður“ vindinum) – þeir nota vænghafið til að láta sig svífa í uppstreyminu meðfram klettunum, þurfa ekki að blaka vængjunum langtímum saman.

Það er er ekkert internet hérna og ekkert sjónvarp. Maður horfir út á blátt hafið, í fjarska má sjá eyjarnar Sifnos, Paros og Antiparos. Á nóttinni hvelfist yfir mann stjörnuhiminn eins og maður hefur varla séð áður, fjarlægar stjörnur og stjörnuþokur. Ég er að reyna að þekkja stjörnumerkin, en er frekar lélegur í því.

Það er kreppa á Grikklandi, en margt hérna er eins og hefur verið í þúsundir ára. Um ljósaskiptin í gær komum við fram á karl sem hafði farið með asna sínum yst út á Eyjuna til að mjólka geitahjörð. Hann bjástraði þar í rólegheitum við að mjólka í fötu.

Á sama tíma reið framhjá okkur annar asnakarl, sá var nánast kominn úr öllum fötunum vegna hitans. Heilsaði glaðlega.

Maður áttar sig ekki á því hvað íbúarnir í sveitaþorpinu Ano Meria eru gamlir. Staðurinn mun hafa verið rannsakaður vegna langlífis. Flestir virðast aldurhnignir, en svo kemur maður fram á konur sem manni sýnast vera ævafornar ganga léttilega upp brattar brekkurnar í þorpinu.

Gamla fólkið er úti fram eftir öllu – innan um aðra íbúa eyjarinnar. Það tórir, þótt það hafi lifað á ógerilsneyddum ostum – sem sumir eru býsna stækir.

Húsið við vindmyllurnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 20 klukkutímum
Hús við hafið

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist