fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Er skákinni viðbjargandi?

Egill Helgason
Föstudaginn 13. júlí 2012 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skák var lengi ein af þjóðaríþróttum Íslendinga, en áhugi á henni hefur farið mjög minnkandi. Sú var tíðin að skákskýringar, karlar að færa trékubba við töflu, var mjög vinsælt sjónvarpsefni hér. Kona mín, sem aldrei hefur teflt, segir að hún hafi horft hugfangin á þetta í æsku.

Þetta er ekki sér-íslenskt, skákin hefur alls staðar verið á undanhaldi.

Þegar heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskís var haldið í Reykjavík fyrir fjörutíu árum var skákin hvarvetna á forsíðum blaða.

Síðari einvígi héngu enn inni í fréttum, einvígi Karpovs og Kortsnojs 1978 og svo maraþonviðureignir Kasparovs og Karpovs.

Síðan hefur skákin nánast horfið – það var varla nokkur sem tók eftir því þegar Anand sigraði Gelfland í viðureign um heimsmeistaratitilinn í Moskvu í maí.

Guardian segir frá bandaríska kaupsýslumanninum Andrew Poulson sem hefur gert samning við alþjóðaskáksambandið, Fide, um markaðssetningu á heimsmeistarakeppninni í skák. Poulson hefur búið lengi í höfuðvígi skákarinnar, Rússlandi, og ætlar að reyna að koma skákinni aftur á áberandi staði, í fjölmiðla, í sjónvarp – og tryggja henni stuðning stórfyrirtækja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni