fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Með nasistafund á stéttinni hjá sér

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. júlí 2012 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kreppan á Grikklandi tekur á sig ýmsar myndir. Ótalinn er sá fjöldi fólks sem hefur hrapað ofan í fátækt. Skattbyrði er líka að nálgast það að vera óbærileg – fyrir þá sem ekki geta komist undan því að borga skatta. Smugunum hefur reyndar fækkað og nú eru til dæmis lagðir á þungir eignaskattar.

Margir hafa brugðist við með því að taka fé út úr bönkum sem þeir treysta ekki lengur. Sá dagur gæti líka runnið upp að evrum verði breytt í verðlitlar drökmur – og þá telur fólk betra að hafa evrur undir koddanum. Auðmenn hafa flutt fé út úr landi í stórum stíl.

Ein afleiðingin af þessu er að margt fólk geymir verulegar fjárhæðir heima hjá sér. Þetta hefur getið af sér öldu innbrota. Glæpatíðni hefur alltaf verið lág í Grikklandi, en nú fer hún hækkandi.

Vinafólk okkar sem býr í Aþenu lenti illilega í þessu.

Það hefur geisað innbrotafaraldur í hverfinu þeirra. Gengi hafa brotist inn í mannlaus hús, en bófarnir koma líka í hús þar sem er fólk, vopnaðir kylfum, og hóta öllu illu.

Tvívegis hafði verið brotist með freklegu hætti inn í hús nágranna þeirra. Í þriðja skiptið var sonurinn á heimilinu á varðbergi, vopnaður riffli skaut hann glæpamennina á götunni fyrir utan húsið. Hann hæfði vel, í einu skoti drap hann annan þeirra og særði hinn á fæti.

Nú vill svo til að bófarnir voru frá Albaníu. Lík hins látna lá nokkuð lengi á stéttinni, beint fyrir utan hús vinafólks okkar.

Nokkrum stundum síðar dreif mikið fjölmenni þarna að. Það voru um fimm hundruð meðlimir nýnasistaflokksins Gullin dögun – sem nú á fulltrúa á þinginu í Aþenu. Flokksmenn notuðu semsagt þetta tækifæri til að halda nasistafund á stéttinni fyrir framan hús vina okkar.

Hér á Eyjunni veit ég um einn mann sem kaus Gullna dögun. Hann rekur hótel – svo hann verður varla sakaður um að nota atkvæðið til að efla sinn eigin hag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“