fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Svipað og Kárahnjúkavirkjun og álverið til samans

Egill Helgason
Þriðjudaginn 10. júlí 2012 07:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ketill Sigurjónsson orkubloggari skrifar um framtíðarmöguleika Grænlendinga í námavinnslu, það eru engin smá tækifæri sem blasa við nágrannaþjóðinni í vestri. Meðal annars eru miklar járnnámur á svæði sem nefnist Isua, um 150 kílómetra frá höfuðborginni Nuuk. Ketill skrifar:

„Þarna er talið unnt að vinna u.þ.b. 15 milljónir tonna af hreinsuðu járngrýti á ári á 10-15 ára starfstíma. Að auki eru vísbendingar um að járngrýtið þarna við jökuljaðarinn teygi sig vel undir jökulinn og með frekari bráðnun og sprengingum megi vinna ennþá meira járngrýti en miðað er við í núverandi áætlunum. Skemmst er frá því að segja að taldar eru góðar líkur á að náman við Isua reynist svo stór að vinnslan muni standa yfir í allt að 30 ár.

Mati á umhverfisáhrifum vegna verkefnisins lauk í fyrrasumar (2011) og nú liggur umsókn um vinnsluleyfi hjá grænlenskum stjórnvöldum. Ef áætlanir ganga eftir munu framkvæmdirnar jafnvel hefjast strax á þessu ári (2012) og sjálf námuvinnslan yrði þá komin í gang 2015.

Þar verður um sannkallaða risafjárfestingu að ræða. Alls er kostnaðurinn talinn verða nálægt 2,5 milljörðum USD! Það er svipað eins og Kárahnjúkavirkjun og álverið á Reyðarfirði til samans. Byggja þarf höfn, veg, flugvöll, um 135 MW díselvirkjun við námuna og aðra 15 MW virkjun við höfnina. Svo þarf auðvitað að reisa íveruhúsnæði fyrir allt starfsfólkið, sem verða um 300-400 talsins (en um 1.000 manns á uppbyggingartímanum).“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“