fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Líklegast að Bjarni Ben verði forsætis

Egill Helgason
Sunnudaginn 30. desember 2012 16:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru innan við fjórir mánuðir þangað til gengið verður til þingkosninga á Íslandi. Nú um áramótin velta menn sér upp úr atburðum liðins árs – sjálfum finnst mér það ekkert sérlega áhugavert eða skemmtilegt – það er meira spennandi að reyna að ráða í framtíðina.

Eins og staðan er núna ætti Sjálfstæðisflokkurinn að vera að búa sig undir að taka við stjórnartaumunum í vor.

Horfurnar á að hann nái að mynda tveggja flokka stjórn með Framsóknarflokknum eru reyndar ekki miklar. Líklegt er að eina tveggja flokka stjórnin sem er í spilunum sé ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar – það verður meira að segja að teljast nokkuð sennileg niðurstaða. Ýmsir í Samfylkingunni virðast vera sáttir við þá niðurstöðu, eftir að flokkurinn hefur sýnt vinstri vangann síðustu fjögur árin. En andstaðan er vissulega fyrir hendi, rétt eins og öfl innan Sjálfstæðisflokksins myndu berjast hatrammlega gegn því að slík stjórn liti dagsins ljós.

Annar möguleiki er þriggja flokka stjórn – þá hugsanlega Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Betri framtíðar, ef sá flokkur nær mönnum inn á þing eins og flest bendir til. Björt framtíð virðist vera til í tuskið – bæði til hægri og vinstri.

Það einfaldar lífið nokkuð fyrir fjórflokkinn að ný framboð eru ekki að sýna mikinn styrk. Eftir brotthvarf Lilju sýnist manni að Samstaða eigi varla neina framtíð – og það virðist hæpið að Dögun eða Hægri grænir nái mönnum inn á þing. Og botninn gæti auðvitað dottið úr Bjartri framtíð – frambjóðendur flokksins eiga enn eftir að sýna hvað í þeim býr, en viðtal við frambjóðandann í fyrsta sæti flokksins í Reykjavík norður á útvarpi Sögu fyrir jól þótti ekki gott.

Frekar ólíklegur möguleiki er að núverandi stjórnarflokkar nái að halda velli í ríkisstjórn. Allt stefnir í slíkt tap hjá þeim að hugsanlega þyrftu þeir að bæta tveimur flokkum inn í stjórnina hjá sér til að halda áfram, Framsókn þá líklega og Bjartri framtíð. Það er heldur ólíklegt að hægt yrði að mynda slíka ríkisstjórn.

Það gæti orðið tafsamt að mynda ríkisstjórn í vor – en það er langlíklegast að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra eins og horfurnar eru núna, við áramótin.

Hér má sjá áramótaboðskap forsætisráðherraefnisins Bjarna Ben.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti