fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Limrur, Lýður læknir, Síðasta freisting Krists og stór skammtur af gagnrýni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 19. desember 2012 08:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta Kiljan fyrir jól er á dagskrá í kvöld.

Í þættinum er tvöfaldur skammtur af gagnrýni líkt og í síðustu Kilju. Við fjöllum um eftirtaldar bækur: Skáld eftir Einar Kárason, Bjarna-Dísu eftir Kristínu Steinsdóttur, Gísla á Uppsölum eftir Ingibjörgu Reynisdóttur, Íslendingablokk eftir Pétur Gunnarsson, Fjarveruna eftir Braga Ólafsson, Töfrahöllina eftir Böðvar Guðmundsson og Millu eftir Kristínu Ómarsdóttur.

Við kynnum okkur Limrubókina sem Pétur Blöndal hefur tekið saman. Þetta er úrval limrukveðskapar eftir ýmsa höfunda, bæði þekkta og óþekkta.

Sigurður A. Magnússon segir frá þýðingu sinni á Síðustu freistingu Krists eftir Nikos Kazantzakis. Þetta er mikil bók að vöxtum og einhver umdeildasta skáldsaga tuttugustu aldarinnar. Vegna hennar fékk Kazantzakis, helsti rithöfundur Grikkja á öldinni, ekki að hvíla í kirkjugarði – hann var úthrópaður af kirkjunni. Deilur um bókina mögnuðust aftur upp þegar Martin Scorsese gerði kvikmynd eftir henni. Þær bárust meðal annars til Íslands. Sjónvarpið sýndi ekki myndina vegna kvörtunar frá þáverandi biskupi, Ólafi Skúlasyni.

Loks kemur í þáttinn Lýður Árnason, læknir og þúsundþjalasmiður. Hann hefur lagt gjörva hönd á margt, stundað læknisstörf á Vestfjörðum og nú í Kópavogi, samið tónlist og leikið inn á hljómplötur, gert kvikmyndir og sjónvarpsþætti, setið í Stjórnlagaráði, en nú hefur hann sent frá sér fyrstu skáldsögu sína sem nefnist Svartir túlípanar.

Við skoðum jólaskreytingar hjá Braga.

Tvívegis hefur allt orðið brjálað út af skáldsögu Kazantzakis Síðustu freistingu Krists. Fyrst þegar bókin kom út 1953 og aftur þegar Scorsese gerði kvikmynd eftir henni 1988. Myndin fékkst ekki sýnt í sjónvarpi á Íslandi, en nú kemur bókin út í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?