fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Samfélagið sem Margrét skóp – og thatcherisminn sem frávik

Egill Helgason
Mánudaginn 10. desember 2012 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vernon Bogdanor, prófessor í stjórnsýslufræðum við King´s College í London, skrifar ritdóm í New Statesman um tvær bækur sem fjalla um Margaret Thatcher og Íhaldsflokkinn í Bretlandi. Önnur heitir Making Thatcher´s Britain og hin The Conservatives Since 1945.

Í fyrrnendu bókinni kemur fram að hugmyndir Thatchers, sem hún tefldi fram gegn sósíalismanum hafi ekki síst verið siðferðislegar. Hún hafi séð í sósíalismanum afl sem stjórnaði hugmyndum og sálarlífi fólks – hennar svar var einstaklingshyggja.

En það var þversögn að sjálf var hún íhaldssöm, gamaldags og púrítönsk. Samfélagið sem hún skildi eftir einkenndist hins vegar af trylltri neyslu.  Eins og segir í greininni breyttist England úr á tíma hennar samfélagi smákaupmannsins Alfred Roberts – hins vinnusama og siðprúða föður Margaret – yfir í samfélag braskarans Mark Thatcher, sonar hennar.

Greinarhöfundur efast ekki um að thatcherisminn hafi leitt af sér hrun í bresku efnahagslífi. Hugmyndin var sú að ríkið ætti hvergi að koma nærri viðskiptalífinu, allir myndu græða á því. Hinir ríku verða ríkari – og um leið hinir fátæku. Staðreyndin er hins vegar sú, segir í greininni, að tekjur fátækasta fimmtungs þjóðarinar jukust um 6-13 prósent milli 1979 og 1992 á meðan tekjur ríkasta fimmtungsins jukust um meira en 60 prósent.

Verkamannaflokkurinn tók þessa stefnu í arf – hann hélt í raun áfram thatcherismanum á tíma Tonys Blair. Fræg eru orð Peters Mandelson sem sagði að sér væri sama þótt menn yrðu skuggalega ríkir – svo fremi sem þeir borguðu skattana sína. Það er ekki fyrr en nú, í formannstíð Eds Milibands, að farið er að tala um ójöfnuð sem vandamál. En meira að segja tímaritið Economist er farið að skrifa á þeim nótum.

Samt segir í greininni að tími thatcherismans sé í raun frávik í sögu breska Íhaldsins. Flokkurinn hafi aldrei verið mikið fyrir hugsjónir eða hugmyndafræði, heldur hafi hann yfirleitt gert út á að sér væri betur treystandi fyrir stjórn landsins en öðrum – hann væri hæfari til að stjórna. Það sé hin raunverulega sjálfsmynd hans. Í raun er Sjálfstæðisflokkurinn íslenski ekki ólíkur að þessu leyti – en hann átti líka sitt tímabil undir áhrifum thatcerismans. Nú sé flokkurinn aftur kominn á þessar gamalkunnu slóðir, eins og hann var á tíma Harolds Macmillan. Það er flokkur sem lofar ekki of miklu – en það er spurning hvað hann höfðar til kjósenda á tíma þegar flokkurinn á í erfiðleikum með að leiða Bretland út úr efnahagskreppu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi