fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Risaviðburður í tónlistinni

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. nóvember 2012 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1926 kom Jón Leifs til Íslands með Fílharmóníuhljómsveit Hamborgar. Þetta var stórviðburður – landsmenn höfðu aldrei heyrt slíkan tónlistarflutning áður. Hljómsveitin hélt nokkra tónleika í Reykjavík og var efnisskráin mismunandi á þeim, en meðal annars voru leikin verk eftir Mozart, Schubert, Wagner, Haydn og Jón sjálfan. Hann var hljómsveitarstjóri.

Þetta var mikið framtak hjá brautryðjandanum Jóni Leifs – en húsin sem sveitin spilaði í voru kannski ekki alveg þau bestu fyrir svona flutning, Dómkirkjan og Iðnó. Einnig voru haldnir tónleikar í Færeyjum – frá þeim viðburði segir í meistaraverki rithöfundarins Williams Heinesen, Glötuðum snillingum.

Á þessum árum var tónlistarlíf á Íslandi afar dauflegt, ekkert benti til þess að áratugum síðar yrði Ísland beinlínis þekkt fyrir blómlega tónlistarmenningu. Og nú höfum við eignast hús sem hæfir stórum sinfóníuhljómsveitum – það gerðist loks í hittifyrra.

Í kvöld spilar önnur þýsk sinfóníuhljómsveit á Íslandi, sjálf Berlínarfílharmónían. Hún er ein af allrabestu hljómsveitum í heimi, sumir mundu jafnvel segja sú besta. Saga hennar er afar glæsileg – stórmenni í tónlistinni hafa verið aðalstjórnendur hennar, Wilhelm Furtwängler og Herbert von Karajan. Nú er aðalhljómsveitarstjórinn Bretinn Sir Simon Rattle.

Þetta er einn stærsti viðburður í íslensku tónlistarlífi fyrr og síðar – aldrei hefur svo fræg hljómsveit leikið á Íslandi. Þetta hefði auðvitað ekki verið hægt ef ekki væri Harpa. Það verður afar forvitnilegt að heyra hvernig slík hljómsveit kemur út í húsinu. Og um leið má geta þess að tónleikunum verður útvarpað á Rás 1 í kvöld.

Fílharmóníuhljómsveit Hamborgar sem kom í tónleikaferð til Íslands 1926, fremstur fyrir miðið er Jón Leifs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist