fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Ættarveldin í Viðey, Steinunn Sig, stórskáldið Megas

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. nóvember 2012 23:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni á miðvikudagskvöld förum við út í Viðey með Guðmundi Magnússyni, höfundi bókarinnar Íslensku ættarveldin. Í Viðey stóð veldi Stephensen-ættarinnar sem var afar voldug í lok 18du aldar og á fyrri hluta þeirrar 19du. Stephensenar héldu sig mjög ríkmannlega, eins og aðalsmenn í útlöndum, og veislur þeirra voru frægar – á sama tíma og flestir landar þeirra bjuggu í kotum. Viðey kemur við sögu hjá öðrum frægum ættum, eins og Briemsættinni og Thorsurunum.

Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur kemur í þáttinn og segir frá nýrri skáldsögu sinni sem nefnist Fyrir Lísu. Þetta er sjálfstætt framhald Jójó sem kom út fyrir síðustu jól. Bókin gerist í Berlín, en þar er Steinunn búsett.

Við fjöllum um heildarsafn texta eftir Megas sem er nýkomið út. Þessi bók er feiknarleg að vöxtum og spannar feril Megasar frá 1966 fram til 2011. Megas er stórskáld, það leynir sér ekki á bókinni, og afköstin hafa verið mikil.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær skáldsögur: Undantekninguna eftir Auði Övu Jónsdóttur og Kantötu eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.

En Bragi sýnir okkur meðal annars kennslubók í sundi sem Jónas Hallgrímsson þýddi og var gefin út 1836.

Skúli Magnússon lét byggja Viðeyjarstofu sem þá var glæsilegasta hús á landinu. Svo varð hann fallít og eyddi síðustu æviárum sínum í hornherbergi á lofti hússins. Við tók Ólafur Stefánsson stiftamtmaður, ættfaðir Stefánunga svokallaðra. Húsið var kallað „Slotið“ í daglegu tali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu