fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Ef Íslendingar væru í gettóum

Egill Helgason
Mánudaginn 19. nóvember 2012 19:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Setjum sem svo að í lok síðari heimstyrjaldarinnar, í stað þess að heimila stofnun sjálfstæðs lýðveldis, hefðu Bandaríkjamenn og Bretar ákveðið að flytja til Íslands fjölmenna þjóð eða þjóðflokk. Við getum gefið okkur að þessi þjóðflokkur hafi þjáðst í stríðinu – og að hann hafi talið sig eiga tilkall til íslensks lands í ljósi fornra texta. Köllum hann Papa.

Nú, meira en hálfri öld síðar, er staðan sú að stór hluti íbúa landsins hefur verið flæmdur burt og hefst við í flóttamannabúðum á Grænlandi. Þessu fólki er óheimilt að snúa heim aftur. Það býr við fátækt og langvinna útskúfun.

Þeir sem eftir eru á Íslandi búa á litlum svæðum á víð og dreif. Þar þrengir stöðugt að. Þeir hafa ekki ferðafrelsi. Höfuðborgin Reykjavík er öll byggð Pöpum nema austasti hlutinn, Breiðholtið og Árbærinn. Þar eru enn Íslendingar en hins vegar eru Paparnir stöðugt að færa sig lengra og lengra upp Elliðaárdalinn með nýbyggingar sínar. Þeir eru líka að kaupa upp hús í Íslendingabyggðunum í Breiðholtinu og Árbænum.

Stærstur hluti Íslendinga býr nú á hrjóstrugasta svæði landsins, á Melrakkasléttu. Þar er þröng á þingi, sama og engin atvinna, læknisþjónusta í lágmarki, skortur á lyfjum. Herskáir hópar hafa náð yfirráðum og gera almennum borgurum lífið leitt. Ungt fólk dregst að öfgunum í þessu ástandi. Það er ekki frelsi til að koma eða fara – íbúarnir eru lokaðir inni á svæðinu.

Sums staðar er búið að reisa múr sem er þrisvar sinnum hærri en Berlínarmúrinn. Múrinn gengur í gegnum bújarðir sem hafa verið eyðilagðar með þessum hætti. Þar fyrir innan eru dreifðar byggðir Íslendinga sem fara þó stöðugt minnkandi. Papar hafa lagt undir sig öll vatnsból og veitur, rafmagn og vatn er naumt skammtað til Íslendinga. Út um allt eru vegatálmar þar sem er herlið Papa, grátt fyrir járnum. Vegakerfið er þannig uppbyggt að einungis Paparnir mega nota það – Íslendingar verða að láta sér nægja gamla hjávegi.

Málum er þannig háttað á Akureyri að herskár hópur Papa hefur lagt undir sig miðbæinn, Brekkuna og Eyrina. Þar njóta þeir stífrar herverndar, vélbyssuhreiður eru á þökum, þeir ganga um með byssur um öxl, en utan girðingar eru Íslendingarnir sem komast ekki lengur í götur þar sem áður voru verslanir, pósthús og bankar.

Þetta er ekkert óraunverulegt: Við skiptum Reykjavík út fyrir Jerúsalem. Melrakkasléttu út fyrir Gaza og Akureyri út fyrir Hebron. Hvernig væri ef við Íslendingar hefðum verið settir í gettó og látnir hírast þar?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu