fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Vogunarsjóðir með gríðarleg ítök

Egill Helgason
Sunnudaginn 18. nóvember 2012 22:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Langstærsta fréttin í síðustu viku – með fullri virðingu fyrir prófkjörum og slíku – birtist í Fréttablaðinu á laugardag. Þetta er fréttaskýring Þórðar Snæs Júlíussonar á umsvifum vogunarsjóða í umsjá bandaríska fyrirtækisins Davidson Kempner í íslensku viðskiptalífi.

Við vorum að reyna að ná utan um þetta mál í Silfri Egils í dag, en það er stórt og flókið. Í ágripi af fréttaskýringunni á Vísi segir:

„Vogunarsjóðir í umsjá bandaríska sjóðstýringarfyrirtækisins Davidson Kempner eru með gríðarleg ítök í íslensku viðskiptalífi, og sjóðir á vegum þess eru meðal stærstu almennu kröfuhafa í bú föllnu bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Þá eiga sjóðirnir stóra óbeina hluti í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins.… sjóðirnir hafa verið gríðarlega umfangsmiklir í kaupum á kröfum í þrotabú hinna föllnu banka, og hafa auk þess mikil ítök í íslensku viðskiptalífi í gegnum beint og óbeint eignarhald á fyrirtækjum.

Þeir eru stærsti einstaki kröfuhafi Glitnis, á meðal allra stærstu kröfuhafa Kaupþings, eiga stórar kröfur á Landsbankann, á meðal stærstu eigenda Straums fjárfestingabanka og Klakka, áður Exista, og hafa verið að kaupa upp hluti í Bakkavör Group af miklum móð, svo eitthvað sé nefnt.

Hagsmunir Davidson Kempner á Íslandi eru flestir í gegnum írskt skúffufyrirtæki, Burlington Loan Management Ltd., sem hefur fjárfest fyrir um tvo milljarða dala, tæplega 250 milljarða króna, á síðustu þremur árum. Í ársreikningnum kemur fram að 38 prósent allra fjárfestinga sjóðsins hafi verið á Íslandi. Það þýðir að hann hafi fjárfest hérlendis fyrir rúmlega 94 milljarða króna. Stærstur hluti fjárfestinga Burlington er í fjármálafyrirtækjum.

Gangi nauðasamningar Glitnis og Kaupþings í gegn líkt og stefnt er að á næstu mánuðum, og kröfum verður í kjölfarið breytt í hlutafé, mun Davidson Kempner og sjóðir þess vera beinn eða óbeinn eigandi að gríðarlega stórum hluta íslensks fjármála- og viðskiptalífs.“

Þessir aðilar eru farnir að hafa mikil áhrif hér á landi og þau fara vaxandi – það er talsvert af fólki hér, sérstaklega lögfræðingum, sem er beinlínis að vinna fyrir vogunarsjóðina. Því er eitt sem verður að gæta í umræðunni – hvaða hagsmuna eru þeir að  gæta að tjá sig um nauðasamninga bankanna og gjaldeyrishöftin?

En meðan þessu vindur fram verður erfiðara að losa um gjaldeyrishöftin – nú er farið að tala um að nauðsynlegt verði að hafa þau áfram um ótilgreindan tíma. Því miður er það svo að það er langtímaverkefni að vinda ofan af efnahagsóstjórn áranna fyrir 2008 og bönkum sem uxu í tífalda stærð þjóðarbúsins. Kannski tóku Jóhanna og Steingrímur líka aðeins of mikið upp í sig þegar þau töluðu hvað mest um efnahagsbata í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist