fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Sjálfhverfa kynslóðin og drakúlakynslóðin

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. nóvember 2012 08:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sighvatur Björgvinsson skrifar nýja grein um sjálfhverfu kynslóðina í Fréttablaðið í dag. Síðasta grein Sighvats var svo kröftug að við lá að brytist út kynslóðastríð á Íslandi.

Sighvatur er að skrifa um kynslóð sem steypti sér í skuldir og vill nú losna undan þeim – meðal annars á kostnað hans sjálfs og kynslóðar hans.

Sjálfur tilheyrir Sighvatur reyndar þeirri kynslóð sem stundum hefur verið kennd við Drakúla. Hér er fróðleg grein um hana sem Gunnar Smári Egilsson skrifaði í Pressuna árið 1990.

Drakúlakynslóðin er í stuttu máli fólkið sem eignaðist húsnæði á verðbólgutímanum, sölsaði undir sig sparifé kynslóðarinnar sem kom á undan og lét kynslóðina sem kom á eftir borga skuldirnar fyrir sig.

Fyrir það var byggt upp lífeyriskerfi sem tryggir því góða framfærslu – ljóst er að seinni kynslóðir munu ekki njóta slíkra kjara. Það vantar mikið upp á að lífeyrissjóðirnir standi undir því, til dæmis er stórt gat í lífeyrissjóði ríkisins.

Þessir kynslóðareikningar geta verið ágætir fyrir sinn hatt. Við virðumst standa frammi fyrir þeim veruleika að upp eru að rísa á Vesturlöndum kynslóðir sem munu hafa það verra en foreldrar þeirra, afar og ömmur. Það verður minni atvinna, launin verða lélegri, það verður erfiðara að eignast húsnæði. Svona lítur staðan altént út núna.

En svo má líka segja að kynslóðareikningar séu fáránlegir. Innan hverrar kynslóðar er fólk sem flýtur ofan á og aðrir sem hafa það skítt. Ójöfnuðurinn hefur verið að aukast á Vesturlöndum samhliða vaxandi auðræði og valdatöku fjármagnsafla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?