fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Stórbrotið Skýjakort

Egill Helgason
Mánudaginn 12. nóvember 2012 13:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cloud Atlas er mynd sem var beðið með eftirvæntingu. Brotin sem höfðu sést úr henni voru svo ólík því sem er boðið upp á í kvikmyndahúsum.

Myndin veldur ekki vonbrigðum. Hún er stór í sniðum og hugsun – þarna eru sagðar margar sögur sem tengjast með ýmsum hætti, aðallega þó þannig að í hverri sögu er einhver að skoða söguna sem gerist á undan í tíma. Annars er hlaupið á milli tímabila, allt frá sögu sem gerist í Kyrrahafi á 19. öld til sögu sem gerist einhvers konar eftirheimsslitaframtíð.

Það tengir svo sögurnar saman að sömu leikararnir koma fyrir aftur og aftur í mismunandi gervum.

Þetta er löng mynd, næstum þrír tímar. En manni leiðist ekki eitt andartak. Þetta er djörf tilraun í kvikmyndagerð, það er mikil spenna í því hvernig frásögnin er uppbyggð – og myndrænt er hún veisla fyrir augað. Myndin situr líka eftir í manni, maður er lengi að velta fyrir sér atriðum í henni, tengingum og hugmyndum.

Svo er það gaman að einstöku sinnum komi bandarískar stórmyndir sem eru ætlaðar fyrir fullorðið fólk, en ekki smekk 14-18 ára unglingspilta. Á síðustu árum hefur hugmyndaleysið í Hollywood verið svo algjört að mest er leitað í teiknimyndasögur, þær hafa verið endurgerðar í gríð og erg, enda er það auðvelt á tíma tölvutækni. Það kveður svo rammt að þessu að tekist hefur að telja jafnvel fullorðnu fólki trú um að myndir eins og Batman séu kvikmyndalist.

Það er svo ánægjulegt að um helgina var líka frumsýnd önnur kvikmynd sem virðist afar forvitnileg, Argo, mynd Bens Affleck, sem gerist á tíma írönsku byltingarinnar árið 1980.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?