fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Seðlabankinn hamlar nauðasamningum

Egill Helgason
Laugardaginn 10. nóvember 2012 17:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið er rætt um útgreiðslur úr þrotabúum gömlu bankanna þegar nauðasamningum lýkur.

Í gær sendi Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður skilanefndar Glitnis, frá sér tilkynningu um að ekki sé hægt að kára nauðasamninga á þeim tíma sem áætlað var – ekki verður betur séð en að ástæðan séu orð sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri lét falla í Silfri Egils í lok október:

„Nýlega ræddi Már Guðmundsson seðlabankastjóri í íslenskum fjölmiðlum um nauðsynlegar forsendur sem þyrftu að vera fyrir hendi til þess að Seðlabanki Íslands gæti gefið samþykki fyrir nauðasamningi vegna Glitnis hf. Í kjölfarið hefur slitastjórn Glitnis leitast við að ganga úr skugga um áhrif þessa á þau tímasettu markmið sem tilkynnt hafa verið varðandi framlagningu nauðasamnings.

Ljóst er af þeim viðræðum, sem hafa átt sér stað, að ekki verður unnt að ná áður settu markmiði í desember 2012. Enda þótt slitastjórn Glitnis vinni áfram að því að undirbúa nauðasamning er ekki unnt eins og stendur að tilkynna kröfuhöfum um nýja dagsetningu vegna ýmissa óvissuþátta.

Slitastjórn vonast til þess að geta veitt kröfuhöfum nánari upplýsingar á næsta opna fundi kröfuhafa, sem er 29. nóvember næstkomandi á Hilton Nordica Hóteli í Reykjavík kl. 10 árdegis.“

Hér er svo frétt frá Bloomberg fréttastofunni í gær þar sem segir að Alþingi muni styðja Seðlabankann ef hann kýs að stöðva nauðasamninga. Skilanefndir voru undanþegnar gjaldeyrishöftum frá því þau voru sett strax eftir hrun og fram í mars á þessu ári. Þá þótti einsýnt að nauðsynlegt væri að herða höftin. Þar eru þó undanþágur sem lúta að erlendri mynt sem er á reikningum föllnu bankanna í útlöndum og erlendri mynt sem er á reikningum í Seðlabanka.

En eins og staðan er – ja, þá er ekki líklegt að höftin séu á förum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?