fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Partur af kerfinu

Egill Helgason
Laugardaginn 10. nóvember 2012 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað sem líður stjórnarskrármálum – allt það ferli er ekki hafið yfir gagnrýni – þá hefur verið mjög rík krafa í samfélaginu undanfarin ár um beinna lýðræði og persónukjör.

Þetta er reyndar ekki sér-íslenskt fyrirbæri – slíkar hugmyndir eru mjög á döfinni víða um heim.

Það er misskilningur að halda að þetta komi einungis frá vinstri væng, Styrmir Gunnarsson er einn þeirra sem hefur talað lengst fyrir beinu lýðræði á Íslandi.

Atkvæðagreiðslurnar tvær um Icesave voru náttúrlega dæmi um beint lýðræði í praxís – það sem var kannski minna lýðræðislegt við þær var að það hvort þær yrðu yfirleitt haldnar var háð duttlungum eins manns, forseta Íslands. Samkvæmt nýjum stjórnarskrárdrögum á ákveðin hlutfallstala kjósenda að geta krafist þjóðaratkvæðis. Það fyrirkomulag býður náttúrlega upp á meira samræmi – þjóðaraatkvæðagreiðslur fara þá ekki bara eftir því hvernig stendur í bólið hjá forseta. Næst gætum við til dæmis fengið forseta sem vill engar þjóðaratkvæðagreiðslur.

Í gær var haldinn í Háskólanum fundur um stjórnarskrármál. Þar kom í ljós að tveir af helstu stjórnmálafræðiprófessorum Íslands er mikið á móti beinu lýðræði – og í raun einnig auknu persónukjöri sem líka hefur verið krafa um. Persónukjörið er viðleitni til að losa um þau ógurlegu flokksbönd sem tíðkast á Íslandi.

En prófessorarnir eru alveg á móti þessu. Það er eins og þeir séu búnir að rýna svo mikið í gamla kerfið að þeir séu orðnir partur af því.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?