fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Samfylkingin horfir til hægri með öðru auganu

Egill Helgason
Sunnudaginn 28. október 2012 23:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar haldnar verða kosningar í vor getur Samfykingin litið yfir farinn veg og séð að hún hefur verið næstum sex ár samfleytt í ríkisstjórn.

Sumum úr röðum flokksmanna mun þykja þetta nokkuð afrek – Samfylkingin var utan ríkisstjórnar lengi eftir stofnun flokksins og hið sama er að segja um flokkana sem stóðu að henni, þeir voru ekki mikið í ríkisstjórn.

Á hægri væng flokksins ríkir talsverð skelfing vegna þess hvernig Jóhanna Sigurðardóttir talar til Sjálfstæðisflokksins. Hún vill ekki hafa neitt saman við hann að sælda. Jóhanna vill halda áfram í samstarfi við Steingrím og VG, en málið er að hún er að hætta og nánast útilokað er að flokkarnir fái aftur þingmeirihluta eins og vorið 2009.

Þess vegna sér maður að innan Samfylkingarinnar eru aðilar sem eru farnir að renna hýru auga til Sjálfstæðisflokksins og kæra sig ekki um að formaðurinn tali svona um hann. Því er jafnvel haldið fram að ef Árni Páll Árnason yrði formaður Samfylkingarinnar væri bilið milli flokkanna frekar stutt. Árni er enginn vinur Steingríms J. – ekki eftir brotthvarf hans úr ráðherraembætti. Þeir voru líka saman í andstæðum fylkingum sem bárust á banaspjót í Alþýðubandalaginu.

Líklega væri eini möguleiki núverandi ríkisstjórnarflokka til að halda áfram samstarfi að fá Framsókn til liðs við sig eftir kosningar. Vitað er að Össur Skarphéðinsson hefur verið mjög fylgjandi aðild Framsóknar að ríkisstjórn, en milli Sigmundar Davíðs og Jóhönnu ríkir fullkomið vantraust.

Framsókn er þó miklu líklegri til að fara að starfa með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar, þ.e. er ef flokkarnir tveir ná meirihluta eins og þeir nutu í eina tíð. Það er þó ekki sérlega sennilegt. Því gæti verið að eini möguleikinn á tveggja flokka ríkisstjórn verði stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, en annar þurfi að mynda stjórn þriggja eða fleiri flokka. Þá er líklegra að Sjálfstæðisflokkurinn verði utan stjórnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu