fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Djöflaeyjan og fólkið þar

Egill Helgason
Sunnudaginn 28. október 2012 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Djöflaeyja Friðriks Þórs Friðrikssonar var í sjónarpinu í gærkvöldi. Það er fín mynd – og hún eldist vel. Þetta var stór pródúksjón, eins og sést á útliti myndarinnar. Það var reist heilt braggahverfi vestur í Gróttu – upphaflegu sögurnar. Braggahverfið sem fjallað er um í myndinni var á Grímstaðaholti, þar bjó Jósefína Nauthól og maður hennar Dóri fisksali.

Sjálfur man ég ekki eftir þessu hverfi, mig rétt rámar í braggahverfið sem var á Melunum, þar sem nú stendur lítil verslunarmiðstöð sem hýsir meðal annars Ísbúð Vesturbæjar. Annað stórt braggahverfi var á Skólavörðuholti, en það var fyrir mína tíð.

Djöflaeyjarbækur Einars Kárasonar – sem Friðrik byggir myndina á – eru löngu orðnar kolsígildar. Þær eru að hluta til byggðar á frásögnum Þórarins Óskars Þórarinssonar, Agga, en hann er lítil drengur í myndinni. Ég kynntist Agga þegar ég var barn, hann var nokkrum árum eldri en ég, ógurlegur töffari og sögumaður.

Aggi er ljósmyndari – í bókabúðinni hjá Braga Kristjónssyni má til dæmis sjá ljósmyndir eftir hann af Jósefínu, ömmu hans, og af Bóbó á Holtinu, sem er fyrirmyndin af Badda í myndinni.

Bóbó, þessi sérlega laglegi maður, endaði sem strætisróni. Ég man þegar ég sá hann í síðasta skipti. Þá var ég staddur að morgni dags í Hagkaupsverslun á Eiðistorgi. Bóbó kom þar inn ásamt nokkrum félögum sínum, þeir voru heldur slæptir að sjá. Ég fylgdist með álengdar og sá að þeir hrúguðu kardimommudropaglösum í innkaupakörfu og tóku svo tveggja lítra flösku af Seven-Up. Borguðu við kassann og hurfu svo á braut.

Nokkru síðar frétti ég af andláti Bóbós.

Fjölskyldumynd: Bóbó með Agga systurson sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu