fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Gullgrafaraæði í ferðaþjónustunni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. október 2012 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það birtast fréttir um mikil skattaundanskot í ferðaþjónustunni. Eins kemur í ljós að margt fólk sem starfar þar er líka á atvinnuleysisbótum.

Þetta kemur ekki á óvart.

Gripið hefur um sig gullgrafaraæði í ferðabransanum. Allir sem vettlingi geta valdið ætla að græða á ferðamönnum. Fólk er í stórum stíl farið að leigja íbúðir sínar til ferðamanna, það spretta upp gistiheimili – sum þeirra uppfylla ekki lágmarkskröfur um öryggi – það er farið að gera út langferðabíla sem eru ekki hæfir til að flytja fjölda fólks.

Og svo má lengi telja. Maður er sífellt að heyra sögur í þessa veru.

Að sumu leyti minnir þetta á æði sem hafa áður runnið á landann: Tímann þegar allir ætluðu að verða ríkir á Íslenskri erfðagreiningu og banka- og húsnæðisbrjálæðið á árunum fyrir hrun.

Ísland er í tísku sem áfangastaður. Hér eru teknar upp stórar Hollywoodmyndir og ferðaþætti frá Íslandi má sjá í sjónvarpsstöðvum út um allan heim. Ólafur Ragnar Grímsson forseti ræddi um það fyrir nokkru að ferðamenn hér yrðu tvær milljónir á ári innan tíðar.

Líklega ráðum við ekki við það án þess að allt fari í vitleysu.

Skattaundanskotin vita ekki á gott. En ráðið við þeim er örugglega ekki að hækka virðisaukaskatt á hótelgistingu upp í 25 prósent. Hann er nú 7 prósent – sem er heldur lágt. Reyndar er furða að menn skuli hafa fyrir því að svíkja undan skatti þegar prósentutalan er svo lág. Það lýsir lélegu siðferði – og bendir til þess að þurfi að taka ferðamannamálin mun fastari tökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu