fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Auðfyrirtæki sem sýkópatar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. október 2012 19:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór fyrirtæki sem starfa í mörgum löndum nota alls konar aðferðir til að forðast að borga skatta. Í Bretlandi hefur orðið uppvíst að Starbucks kaffikeðjan borgar nær enga skatta, þótt hún reki mörg þúsund kaffistaði þar – og velti stórum fjárhæðum.

Þetta er tilkomið vegna þess hvernig hægt er að möndla með bókhald fyrirtækja sem starfa alþjóðlega. Kaffihús sem starfa eingöngu í Bretlandi geta ekki beitt sömu aðferðum, það er nóg af þeim en straumur kaffiþyrstra liggur til Starbucks – sem hefur þetta samkeppnisforskot.

Því hefur verið haldið fram að auðhringar séu í eðli sínu sýkópatar. Þeir hegða sér þannig – skeyta í raun engu um neitt nema sjálfa sig og hámarksgróða. Ef þeir undirgangast eitthvað sem getur talist vera samfélagsleg ábyrgð er það yfirleitt til að sýnast eða vegna þess að þrýstingurinn er orðinn of mikill til að standast hann.

Hegðun Starbucks, fyrirtækis sem hefur haft frekar góða ímynd, rennir stoðum undir þetta. Auðfyrirtæki eru ekki í bisness til að stunda góðverk og samfélagshjálp – annars væru ekki til allar hinar útspekúleruðu aðferðir við að koma hagnaði undan, forðast að greiða skatta og hið stóra net skattaparadísa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg