fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Guðbergur áttræður í Kiljunni

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. október 2012 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbergur Bergsson verður gestur í Kiljunni á miðvikudagskvöld. Það er mikið á seyði hjá Guðbergi þessa dagana, hann er áttræður í dag, nýlega er komin út endurútgáfa á Tómasi Jónssyni metsölubók í flokknum Íslensk klassík – og í dag birtist ný skáldsaga eftir hann sem nefnist Hin eilífa þrá.

Annar gestur í þættinum er Elena Poniatowska. Þessi aldraða kona er einn frægasti rithöfundur Mexíkó, en líka afkastamikill blaðamaður. Hún er upprunalega af pólskum aðalsættum, en flutti til Mexíkó sem barn. Þetta er stórbrotin kona – sem hefur átt mjög merkilega ævi. Nýlega er komin út skáldsaga eftir hana á íslensku, en hún nefnist Jesúsa.

Steindór Andersen kvæðamaður og Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld koma í þáttinn og flytja stemmur af nýjum og glæsilegum hljómdiski sem nefnist Stafnbúi.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær skáldsögur, Málarann eftir Ólaf Gunnarsson og Siglinguna um síkin eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur.

En Bragi er á sínum stað, í lok þáttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?