fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Varla svo flókið

Egill Helgason
Sunnudaginn 14. október 2012 23:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dálítið bratt að halda því fram að algjör óvissa ríki um hvernig eigi að túlka svörin í þjóðaraatkvæðagreiðslunni næsta laugardag.

Fyrsta spurningin, og sú stærsta, hljóðar svo:

„Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“

Þetta er eiginlega alveg skýrt. Þeir sem samþykkja þetta fallast á að tillögurnar verði grunnurinn að stjórnarskrá sem Alþingi gengur endanlega frá. En þeir eru ekki að greiða því atkvæði að tillögurnar verði stjórnarskrá. Þá hefði þurft að orða spurninguna öðruvísi – hugsanlega myndi það ganga í berhögg við gildandi stjórnarskrá.

Ég hef heyrt í stjórnlagaráðsliðum sem viðurkenna að að í tillögunum séu hlutir sem þarf að laga.

Í stjórnarskránni sem nú er í gildi – og verður það þangað til búið er að samþykkja nýja – stendur að breytingar á stjórnarskránni skuli samþykktar á tveimur þingum, með kosningum í milli. Þar er ekki gert ráð fyrir neinni þjóðaratkvæðagreiðslu, ekki neins staðar í ferlinu.

Þannig að eftir atkvæðagreiðsluna á laugardag fær Alþingi tillögurnar til umfjöllunar –  og getur gert á þeim breytingar.  Verði stjórnarskrármálið klárað í þinginu í vetur – sem er frekar ólíklegt – kemur til kasta nýs þings sem tekur til starfa eftir kosningar. Það er svosem ekki sérlega líklegt að það afgreiði stjórnarskrána heldur. Enn eru nokkur tækifæri til að leiða málið niður í blindgötu og kyrkja það.

Það veltur þó talsvert á úrslitum atkvæðagreiðslunnar – og kosningaþáttökunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?