fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Minningar frá apagrímuleiknum

Egill Helgason
Föstudaginn 12. október 2012 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir mörgum árum álpuðust Íslendingar til að gera jafntefli í landsleik í fótbolta, á útivelli. Á þeim árum var það fátítt.

Þetta var gegn Wales – svosem engu stórveldi í knattspyrnunni. En atvikin voru þannig að nokkrir leikmenn Wales settu upp apagrímur fyrir leikinn og ögruðu Íslendingum – söguðust ætla að gera úr þeim apa.

Eftir á virkar þetta ósköp saklaust, en þetta vakti gríðarlega reiði á Íslandi. Landsliðsmennirnir íslensku fóru dýrvitlausir inn á völlinn og náðu jafntefli, 2-2, að mig minnir.

Þótti þá nokkurn veginn hefnt fyrir apagrínið. Úrslitin vöktu upp sterka þjóðerniskennd.

Fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins segir um Albani að þeir séu „mestmegnis glæpamenn“.

Albanir eru þjóð sem hefur gengið í gegnum miklar hörmungar. Þeir voru fátæk bændaþjóð sem var lokuð inni viðurstyggilegu alræðisríki eftir stríðið. Þegar alræðið féll reyndu þeir að komast burt hver sem betur gat. Í Grikklandi þar sem ég þekki til er mikið af albönskum verkamönnum sem vinna verstu og sóðalegustu störfin. Það er litið niður á þá – hvarvetna hrærast þeir í skugga fordóma.

Nú veit ég ekki hvernig fjölmiðlun í Albaníu virkar. En ef orð landsliðsfyrirliðans spyrjast út er ekki líklegt að landsliðið ríði feitum hesti frá þessari viðureign.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei